Náttfari
Laugardagur 16. maí 2015
Náttfari

Esb-sinni í mjólkina

Ari Edwald hefur verið ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hér er um eitt stærsta forstjórastarf landsins að ræða og því mikilvægt að vel takist til.
Sunnudagur 10. maí 2015
Náttfari

Snýst eins og vindhani

“Auðlindasjóður er nokkuð sem ég hlýt að setja fyrirvara við vegna þess að við erum með sjálfbærar auðlindir.”
Hver skyldi hafa sagt þetta? Jú, sjálfur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann var í stjórnarandstöðu.
Náttfari

Bretar standa við þjóðaratkvæði um esb

Einangrunarsinnar á Íslandi reyna að rýna þannig í kosningaúrslitin á Englandi að brátt verði Bretland í hópi utangarðsríkja sem hafna aðild að Evrópusamvinnu. Þetta segir Ólafur Jón Sívertsen í pistli sínum á Hringbraut.is, og bætir við:

Náttfari

Bretar standa við þjóðaratkvæði um esb

Einangrunarsinnar á Íslandi reyna að rýna þannig í kosningaúrslitin á Englandi að brátt verði Bretland í hópi utangarðsríkja sem hafna aðild að Evrópusamvinnu. Þetta segir Ólafur Jón Sívertsen í pistli sínum á Hringbraut.is, og bætir við:

Föstudagur 8. maí 2015
Náttfari

100 / 14 / 100

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur það ekkert sérstaklega skítt. Hún hefur það bara áberandi gott. Hundrað daga fríið er að baki, en þá neyðist hún vissulega til að snúa til þings í hvorki meira né minna en fjórtán daga.
Miðvikudagur 6. maí 2015
Náttfari

Kata úr karakter

Aldrei hafur jafn vinsæll og ljúfur stjórnmálaforingi farið jafn langt út úr karakter og Katrín Jakobsdóttir á leið sinni til útlanda á dögunum. Þá borgaði hún flugfarið með greiðslukorti framkvæmdastjóra flokksins sem reyndist vera svo veigamikill gjaldmiðill að Kata var umsvifalaust færð fram í Saga Class vélarinnar - og gat þar ekki haft uppi nokkrar varnir.
Sunnudagur 3. maí 2015
Náttfari

Veikar varnir andrésar hins vanhæfa

Andrés Magnússon gerir veikburða tilraun til að verja gamlan vin sinn menntamálaráðherrann í Viðskiptablaðinu þann 30. apríl sl. Hann tekur fram í upphafi að hann sé skólabróðir og vinur Illuga. Þeir eru nánast fóstbræður og hefur Andrés verið sporléttur í hvers kyns útréttingum fyrir vin sinn á hans brogaða pólitíska ferli og ávalt gagnrýnislaus stuðningsmaður og viðhlægjandi hans. Þegar af þeirri ástæðu er Andrés vanhæfur að fjalla um mál Illuga Gunnarssonar með þeim hætti að gagn sé af eða að einhver geti tekið mark á umfjöllun hans.
Laugardagur 2. maí 2015
Náttfari

Einangrunarsinnar játa ósigur

Tíðindi helgarinnar í stjórnmálum hér á landi eru keimlíkir pistlar einangrunarsinnana Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar þar sem þeir viðurkenna að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn að fótum fram.