Náttfari
Laugardagur 22. ágúst 2015
Náttfari

Hanna birna föl

Á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins sl. föstudag biðu fundarmenn spenntir eftir því að Hanna Birna stigi fram og tilkynnti að hún gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem varaformaður flokksins. Hún sagði ekkert um það og enginn þorði að spyrja. Það voru mikil vonbrigði og óvissa heldur því áfram.
Mánudagur 10. ágúst 2015
Náttfari

Moggi snýr á haus

Leiðarahöfundur Mogga reynir í mánudagsblaði sínu að gera sem mest úr vanda stjórnarandstöðuflokkanna, allra nema VG. Allir vita hver skrifar leiðara blaðsins þegar þeir eru á við þann sem hér um ræðir.
Miðvikudagur 29. júlí 2015
Náttfari

Leyndarhyggja gagnast skattsvikurum

Sigríður Andersen byrjar þingmannsferil sinn ekki vel. Hún er nú komin inn á þing eftir fráfall Péturs Blöndal.
Laugardagur 25. júlí 2015
Náttfari

Spurningar sem illugi þarf að svara

Ráðherrar á Íslandi hafa sagt af sér fyrir minni sakir en bornar hafa verið á Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra á síðustu vikum og mánuðum. Athygli vekur að þrátt fyrir ítrekaðar lykilspurningar svarar Illugi í engu fjölmiðlum um mál sín sem vitaskuld varða allan almenning enda snúast þær um hæfi hans til að sinna einu mikilvægasta embætti þjóðarinnar.
Fimmtudagur 23. júlí 2015
Náttfari

Ef einhver annar en kári hefði kastað steinum úr glerhúsi

slensk erfðagreining er stórmerkilegt fyrirtæki. Kári Stefánsson er frumkvöðull og stofnandi fyrirtækisins og hefur rekið það frá upphafi. Vísindaafrek fyrirtækisins hafa vakið heimsathygli. Kári og félagar hans njóta verðskuldaðrar virðingar víða um heim.
Þriðjudagur 14. júlí 2015
Náttfari

Er allt í frosti hjá þér, frosti?

Frosti Sigurjónsson alþingismaður Framsóknar er hagfræðimenntaður en virðist samt ekki skilja einföld lögmál rekstrarhagfræði.