Esb-sinni í mjólkina

Ari Edwald hefur verið ráðinn forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hér er um eitt stærsta forstjórastarf landsins að ræða og því mikilvægt að vel takist til.


Ari er þrautreyndur stjórnandi og óhætt að fullyrða að stjórn MS hafi valið vel. Hún hefur einnig sýnt þá víðsýni að láta ekki trufla sig við valið að Ari er einlægur Evrópusinni, félagi í Viðreisn og JÁ-Íslandi.


Vonandi eru bændur að vakna og átta sig á því að andstaða við ESB er andstæð hagsmunum þjóðarinnar.


Ari Edwald var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra, ritstýrði Viðskiptablaðinu um tíma, var framkvæmdastjóri SA í 7 ár og forstjóri 365 miðla í 9 ár. Hann hefur því víðtæka reynslu og þykir farsæll og laginn stjórnandi.


Náttfari sendir bæði Ara og mjólkurbændum hamingjuóskir.