Náttfari
Fimmtudagur 30. apríl 2015
Náttfari

Hver á að leiða sjálfstæðisflokkinn?

Leiknum er lokið?
Langi þig til að kynnast því hvernig landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta á íslenska pólitík skaltu virða fyrir þér fólkið sem þeir velja til forystu. Fylgismenn Sjálfstæðisflokksins eru enn í dag pólitískt ólæsir þar sem aðstæður í flokknum leyfa ekki annað.
Þriðjudagur 28. apríl 2015
Náttfari

Útvarp allra ráðherra

Pólitíkusar á Alþingi Íslendinga eiga mörg tæki og lygin er handfang þeirra allra.Lygarnar í kringum málavafstur menntamálaráðherra eru svo voldugar að þeim er óhætt að klappa sannleikanum á öxlina og leyfa honum að leika lausum hala.Náttfari leggur til að menntamálaráðherra og aðstoðarmaður hans endurtaki lygarnar nógu oft svo þau sjálf trúi þeim að lokum þó enginn annar geri það.
Laugardagur 25. apríl 2015
Náttfari

Sægreifinn páll

Náttfari þekkir marga Framsóknarmenn og veit því að betra er fyrir Náttfara að forðast beituna sem Framsóknarflokkurinn býður en snúast í Framsóknarsnörunni. Sigur Framsóknarflokksins í kosningunum 2013 reyndist glæsilegur. Flokkurinn kom stór og sterkur úr eldraun klofnings og tíðra foringjaskipta. Framsóknarmaðurinn og samvinnumaðurinn og forkólfurinn og fixer kaupfélags Skagfirðinga, Páll Jóhann Pálsson, er fyrir vikið 5. þingmaður Suðurkjördæmisins.
Fimmtudagur 23. apríl 2015
Náttfari

Valdastéttin tapaði rektorskjörinu

Það var ekki bara Guðrúnu Nordal mikið áfall að tapa kosningum í HÍ um stöðu rektors heldur einnig nokkrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem lögðu ofurkapp á að hún sigraði.
Þriðjudagur 21. apríl 2015
Náttfari

Dáður sigmundur

Sigmundur Davíð nýtur fádæma vinsælda innan eigin flokks. Þar er hann dáður svo mjög að fólk klökknar undan ræðum hans og návist. Utan flokksins er Sigmundur Davíð óvinsælasti stjórnmálamaður sinnar þjóðar. Þar finnst fólki hann vera skrýtin útgáfa af Jónasi frá Hriflu og Michael Jackson.
Mánudagur 20. apríl 2015
Náttfari

Undirlægjuháttur rúv

Kastljós leyfði menntamálaráðherra í þætti mánudagskvöldsins að flytja einræðu sína um styttingu náms án þess að gera tilraun til að spyrja gagnrýninna spurninga.