Náttfari
Sunnudagur 5. apríl 2015
Náttfari

Meirihluti ráðherra fallistar

Í flestum skólum þarf 5 af 10 í einkunnir til að komast milli bekkja. Þeir sem hljóta lægri einkunnir falla.
STUNDIN hefur fengið ráðningarstofur í lið með sér til að leggja mat á það hvort ráðherrar núverandi ríkisstjórnar væru líklegir til að fá ráðningu á grundvelli reynslu sinnar, menntunnar og þekkingar. Fyrirtækin sem hjálpuðu til við matið eru Hugtak-mannauðsráðgjöf, Mannval og Capacent.
Þriðjudagur 31. mars 2015
Náttfari

Maóismi á kjólfötum

Ófarir íslenskra ráðherra má helst rekja til bruðls þeirra með risnufé og óþarfra utanlandsferða á kostnað íslensks almúga.

Háttur þeirra er samt sá að þeir vænta mikils af almúganum og álasa honum fyrir skilningsskort á embættiskyldum þeirra og fyrir afskiptaleysi af ósérhlífni þeirra við hagsmunavörslu fyrir Ísland á fimm stjörnu hótelum í útlöndum. Þá verða þeir háværir og reiðilegir í rómnum.
Laugardagur 28. mars 2015
Náttfari

Tumi þumall í kína

Engar fréttir berast af "opinberri heimsókn" Illuga Gunnarssonar til Kína. Heimspressan hefur ekkert fjallað um heimsóknina og á Íslandi velta menn því fyrir sér hvort ferðin var bara plat til að ráðherrann kæmist í frí á kostnað ríkisins.
Mánudagur 23. mars 2015
Náttfari

Smækkunarstjóri sjálfstæðisflokksins

Guðmundur Andri Thorsson kemst þannig að orði í Fréttablaðinu í dag að Davíð Oddsson sé “smækkunarstjóri” Sjálfstæðisflokksins með því að reka forystu flokksins áfram út í vitlausar aðgerðir í Evrópumálum sem leiða til kosningasvika sem ofbjóða ekki bara fjölda fráfarandi flokksmanna, heldur þorra landsmanna.
Laugardagur 21. mars 2015
Náttfari

Aðför jóhönnu mistókst

Jóhanna Sigurðardóttir og klíka í kringum hana stóð fyrir skyndiaðför að Árna Páli á landsfundi Samfylkingar sem þó misheppnaðist. Hér er á ferðinni lýsandi dæmi um klækjastjórnmál sem áður hefur orðið vart við í Samfylkingunni og einnig hjá Hönnu Birnu.
Fimmtudagur 19. mars 2015
Náttfari

Þrettán þingmenn framsóknar úti

Skoðanakannanir mæla Framsókn með 10-11% þessa dagana, sem er svipað og verið hefur í allan vetur. Flokkurinn er að festast í þessu fylgi en var með 24% í Alþingiskosningum 2013 og fékk þá 19 þingmenn.