Heilsa
Fimmtudagur 9. apríl 2015
Heilsa

Kvefið kvatt á þremur dögum

PreCold úðinn sem er vinsælasta kvefmeðal Svía er alíslenskur að uppruna og unninn úr fiskensímum sem lama og eyða kvefveirunni. Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir þróun úðans.
Þriðjudagur 31. mars 2015
Heilsa

Hundruð áskrifenda að fjallaferðum

Skipulagðar ferðir á vegum Ferðafélags Íslands njóta orðið þvílíkra vinsælda á meðal Íslendinga að annað eins hefur ekki þekkst úr sögu félagsins sem stofnað var á millistríðsárunum. Hundruð áskrifenda eru að reglubundnum fjallaferðum á vegum félagsins.
Heilsa

Prófaði fjallahlaup og setti heimsmet

Fjallahlaup eru að verða nýjasta útivistaræði landsmanna, því ekki er nóg með að sífellt fleiri landsmenn gangi reglulega á fjöll og firnindi heldur eru æ fleiri farnir að leggja fyrir sig langhlaup út um öræfi og endaleysur íslenskra óbyggða.
Sunnudagur 29. mars 2015
Heilsa

Skæðasti sjúkdómur mannssögunnar

"Af hverju eru sjúkdómar eins og mislingar, sem búið var að ná góðum tökum á og stefnt að því að útrýma, farnir að geisa á ný og það í faröldrum," spyr Kristján Gunnarsson heimilislæknir í nýjum pistli sérfræðinga á hringbraut.is og svarar sjálfur: "Það er mjög einfalt. Það er vegna þess að hlutfall bólusettra hefur farið minnkandi."
Miðvikudagur 25. mars 2015
Heilsa

Besta meðlætið með fiski og kjöti

Á stundum fær maður auðvitað dauðleið á því sem maður borðar reglulega, en þá er ráð að taka til á disknum - og prófa nýja áferð í munni, að ekki sé talað um annað bragð og vitaskuld meiri hollustu.
Þriðjudagur 24. mars 2015
Heilsa

Tekur með sér sushi á fjöll

Anna Lára Friðriksdóttir fjallaleiðsögumaður segir það afar brýnt að kosturinn sem fólk taki með sér til fjalla sé jafn lystugur og hann gefi góða orku. Hún ætti að þekkja það að smyrja sér nesti því fjallaáhuginn kviknaði fyrir hálfum fjórða áratug
Heilsa

Nýjasta æði landans er að ná áttum

Íslendingar eru orðnir miklu opnari fyrir andlegum málefnum heldur en var hér fyrr á tíð, segir Ásdís Olsen hjá Hamingjuhúsinu í nýjasta þætti Lífsstíls á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en hún hefur leiðbeint einstaklingum og fyrirtækjahópum við að ná áttum í erli dagsins, en námskeið hennar í núvitund (e. mindfulness) hafa notið mikilla og aukinna vinsælda á síðustu misserum.
Mánudagur 23. mars 2015
Heilsa

Stórfelld aukning í sölu heilsuvara

Sala á bætiefnum á tengdum vöruflokkum hefur aukist um að minnsta kosti þriðjung á milli áranna 2012 og 2014 að því er fram kemur í tölum innflytjenda sem hringbraut.is hefur undir höndum.