Heilsa
Laugardagur 14. mars 2015
Heilsa

Sæta kartaflan sigrar ísland

Sú var tíðin að Íslendingar átu kartöflur út í eytt; hvítar íslenskar, rauðar eða gullauga - og hvað þær nú heita allar þessar elskur sem hafa haldið lífi í þjóðinni í mannsaldra. Gömlu íslensku kartöflurnar eru jú upplagt kolvetni, en eiga kannski að vera meira spari en við þekkjum frá fyrri tíð; mun viturlegra er fyrir skrokk og skarpan huga að neyta sætra kartaflna.
Föstudagur 13. mars 2015
Heilsa

Vertu viss um vatnsmagnið

Það er á að giska undarlegt að búa á Íslandi þar sem hreint vatn er fáanlegt fyrir svo að segja ekkert - og neyta þess ekki að staðaldri.
Heilsa

Vínberin frábær úr frystinum

Eins og fram kemur í dálkinum heimili hér á hringbraut.is má ætla að hver Íslendingur hendi um 100 kílóum af mat á hverju ári sem merkir að öll þjóðin kastar 30 þúsund tonnum af mat á glæ á tólf mánaða fresti.
Miðvikudagur 11. mars 2015
Heilsa

Dregur mjög úr vöðvabólgu

Það er segin saga að ef líkamann skortir góða fitu þá leiðir það gjarnan til vöðvabólgu í hálsi og öxlum.
Mánudagur 9. mars 2015
Heilsa

Lárpera smyr líkamann að innan

Fáir ef nokkrir ávextir smyrja líkamann jafn vel að innan og lárperan sem upprunin er í Mexíkó og gengur víðast hvar undir nafninu avakadó.
Sunnudagur 8. mars 2015
Heilsa

Hörfræ fyrir hold og huga

Ein mikilvægasta fæðutegundin eru trefjar sem eru þeir plöntuhlutar sem finnast einkum og sér í lagi í ystu lögum róta, fræja og ávaxta. Í næringarfræðinni eru trefjar taldar með kolvetnum og sagðar gríðarlega mikilvægar fyrir heilbrigða líkamsstarfsemi, einkanlega þarmaflóruna og alla meltingarstarfsemi.
Heilsa

Hjálpar starfsemi vöðva og hjarta

Margt af því fólki sem stundar reglulega útivist, hvort heldur er fjallgöngur, götuhlaup eða hjólreiðar, svo fátt eitt sé talið, tekur magnesíum eftir svo að segja hverja æfingu.
Laugardagur 7. mars 2015
Heilsa

Veldu þrennt sem þú ætlar

Um huga fólks reika óteljandi hugsanir á hverjum einasta degi og sjaldnast er það svo í erli dagsins að fólk fái staldrað lengi við eina þeirra.