Kvefið kvatt á þremur dögum

PreCold úðinn sem er vinsælasta kvefmeðal Svía er alíslenskur að uppruna og unninn úr fisk-ensímum sem lama og eyða kvefveirunni.  Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir úðann.


Zy­metech hef­ur þróað efna­blöndu sem not­ar ensím úr þorskinn­yfl­um til að drepa kvef­veir­ur.  Aðstæður höguðu því þannig að varan var fyrst kynnt í Svíþjóð þar sem óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn.  PreCold er nú mest selda kvefmeðalið í Svíþjóð. Rannsóknir sýna að úðinn geti komið í veg fyrir að fólk fái kvef, og að þeir sem þegar eru með kvef geta kvatt það á þremur dögum í stað viku. 


Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Ný­sköp­un­ar­miðstöð og Ný­sköp­un­ar­sjóði til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrr­ar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og vís­inda­starfi og náð hef­ur ár­angri á markaði. Til­gang­ur verðlaun­anna, sem voru fyrst veitt árið 1994, er að vekja at­hygli á þeim mik­il­vægu tengsl­um sem eru á milli rann­sókna og þekk­ingaröfl­un­ar og auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar í at­vinnu­líf­inu