Tortillur með kjúklingafyllingu fyrir 4 - uppskrift

  • 1 pakki heilhveiti tortillur
  • 1 stór kotasæla
  • 1 lítill rjómaostur
  • 2 kjúklingabringur
  • 200 gr spínat
  • Ferskt kóríander ef vill
  • Salsasósa
  • Magur rifinn ostur
  • Salt
  • Pipar
  • Kjúklingakrydd
  • 1 laukur
  • 4 hvítlauksrif
  • Olía

Laukurinn og hvítlaukurinn er sæaxaður smátt og steiktur upp úr olíu uns gyllt. Þá fer spínatið út í og loks rjómaostur og kotasæla. Ferskt kóríander ef fólk vill og smá salt. 

Blandan er sett til hliðar og kjúklingurinn grillaður. Má nota heilan eldaðan. Kjúklingurinn er rifinn niður og settur út í sósublönduna. Kökurnar fylltar, toppaðar með salsa og ost. Hitað í 30 mín á 180. Borðað með góðu salati og ef til vill fersku salsa og quaqamole