Kaja lagar unaðs­lega ljúffengt skel­fisk­spasta

Í Matar­búri Kaju á Akra­nesi er að finna mörg leyndar­mál þegar kemur að því töfra fram sæl­keramat og kræsingar úr líf­rænum há­gæða hrá­efnum sem gleðja líkama og sál. Matar­búr Kaju er allt í senn, heild­sala, fram­leiðslu­stöð, verslun og líf­rænt kaffi­hús sem hefur að geyma margar af þeim bestu kökum og líf­rænum kræsingum sem finnast hér á landi.

Karen Jóns­dóttir, sem er að öllu jöfnu kölluð Kaja, er konan á bak við þetta allt saman og hennar regla er ein­föld og skil­virk: „ Allar vörur eru líf­rænar, um­hverfis­vænar og gæðin í há­marki,“ segir Kaja. Sjöfn Þórðar heim­sækir Kaju uppá Skaga og fær Kaju til að út­búa einn af sínum upp­á­halds­réttum og svipta hulunni af upp­skriftinni um leið.

„Einn af mínum upp­á­halds­réttum er skel­fisk­spasta,“ segir Kaja og nefnir jafn­framt að það sem geri gæfu­muninn að í réttinn noti hún ferskt pasta. Missið ekki af guð­dóm­legri matar­upp­lifun Sjafnar hjá Kaju í þættinum í kvöld.

Þátturinn Fast­eignir & Heimili verður á dag­skrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjöl­breyttur og með per­sónu­legum blæ.