Hrákaka - uppskrift

Hrákaka

  1. Hálfur poki af döðlum
  2. Hálft glas vatn
  3. Tvær plötur af dökku 70% súkkulaði
  4. 2 bollar tröllahafrar (fer eftir smekk hve mikið af höfrunum. Ef þið viljið hafa kökuna dáldið þurra notið þá meira af höfrum)
  5. 1 pera
  6. Rjómi

Takið hinn helminginn af döðlunum og setjið i pott með hálfu glasi af vatni. Hitið og setjið tvær plötur af súkkulaði úti og bræðið. Þegar þetta hefur bráðnað er það sett í matvinnsluvél og þeytið smá. Þegar það er búið hellið þá tröllahöfrum útí og gerið nokkuð þykkt mauk. Ekki þeyta samt of lengi því þá verða hafrarnir ekki eins grófir og góðir. Smyrjið maukinu (deginu) á disk og kælið . Þeytið svo rjóma og smyrjið yfir kökuna. Skerið eina peru í smá bita og stráið yfir og skerið einnig eina súkkulaðiplötu í litla bita og dreifið yfir rjómann. 

 

Hér getið þið séð þættina í heild sinni