Náttfari
Föstudagur 9. október 2015
Náttfari

Ráðherra sem á kvittun

Eftir 5 mánaða flótta undan fjölmiðlum vegna fjármálahneykslis fór Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra loks í drottningarviðtal við Fréttablaðið sem kom út í dag.Hann sagði við fjölmiðla í gær að þar ætlaði hann að svara þeim spurningum sem hann hefur neitað að svara mánuðum saman.
Miðvikudagur 7. október 2015
Náttfari

Samtrygging sukksins

Páll Magnússon birtir í dag beinskeytta grein í Fréttablaðinu þar sem krafist er afsagnar Illuga Gunnarssonar. Páll dregur ekkert undan og hlýtur þessi grein að teljast vera sú harðorðasta sem enn hefur birst um Illugamálið.
Miðvikudagur 30. september 2015
Náttfari

Leiftursókn gulla

Skjálftavirknin í Sjálfstæðisflokknum eykst nú með hverjum deginum vegna varaformannskjörs á landsfundi sem hefst eftir 3 vikur.
Mánudagur 28. september 2015
Náttfari

Mun illugi kenna okkur fjármálalæsi?

Menntamálaráðherra ætlar að vera svo elskulegur að kenna okkur Íslendingum að lesa. Það er reyndar óþarfi því við erum læs.
Laugardagur 19. september 2015
Náttfari

Prentmiðlar tilheyra veröld sem var

Lestur prentmiðla á Íslandi er á hröðu undanhaldi eins og reyndar víðast hvar um hinn vestræna heim. Þróun á fjölmiðlamarkaði er öll í þá átt að prentmiðlar gefa hratt eftir en netmiðlar eru hvarvetna í mikilli sókn. Sjónvarp og útvarp halda velli. Það gildir þó ekki um áskriftarsjónvarp sem á sífellt erfiðara með að selja áskriftir í samkeppni við ókeypis sjónvarpsstöðvar.
Sunnudagur 13. september 2015
Náttfari

Össur fer í forsetann

Össur Skarphéðinsson fer í forsetaframboð og mun væntanlega ná kjöri.Ólafur Ragnar Grímsson er á bak við plottið samkvæmt heimildum Náttfara. Þeir tveir eru gamlir vinir og bandamenn allt frá því þeir ritstýrðu Þjóðviljanum sáluga á árunum kringum 1980.