Dagfari
Laugardagur 27. ágúst 2016
Dagfari

Árni johnsen mun koma öllum á óvart

Árni Johnsen mun sópa til sín fylgi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 10. september nk
Fimmtudagur 25. ágúst 2016
Dagfari

Svandís svavarsdóttir í ruglinu

Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG varð sér til skammar þegar hún fullyrti að Landsbankinn hafi verið að selja hlutabréf ríkisins í fasteiganfélaginu Reitum “á brunaútsölu”. Hún reyndi svo með innantómum upphrópunum að gera söluna tortryggilega á allan hátt. Ljóst er að ásakanir þingmannsins eru ófagmannlegar, rætnar og innstæðulausar.
Föstudagur 19. ágúst 2016
Miðvikudagur 17. ágúst 2016
Dagfari

Skattleysingi hefur áhyggjur af sköttum

“Nú er rétt að hafa áhyggjur. Meiri líkur en minni eru á því að ríkisstjórn vinstri flokkanna taki við stjórnartaumunum að loknum kosningum í haust. Þar með verður lækkun skatta um næstu áramót í uppnámi. Tími skattahækkana gengur í garð.”
Dagfari

Árni johnsen leysir forystukreppu sjálfstæðisflokksins

Stórtíðindi berast nú úr Suðurkjördæmi. Árni Johnsen ætlar að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna og lýsir því yfir að í prófkjöri flokksins fyrir 4 árum hafi meðframbjóðendur hans tekið höndum saman og plottað gegn honum. Þar vísar hann til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, Unnar Konráðsdóttur og Ásmundar Friðrikssonar. Þau hafi haft erindi sem erfiði, fellt Árna út af listanum og raðað sér í þrjú efstu sætin.
Dagfari

Hverra er skömmin?

Margir anda léttar þegar verslunarmannahelgin er liðin, mesta sukkhátíð landsmanna þar sem alltaf verða slys, nauðganir og óafturkræfir atburðir.
Föstudagur 12. ágúst 2016
Dagfari

Stjórnmálaferli illuga er lokið

Allir sem eitthvað fylgjast með pólitík á Íslandi vita að Illugi Gunnarsson, fráfarandi menntamálaráðherra, segir ósatt þegar hann heldur því fram að hann hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang núna vegna þess að hann vilji ekki vera lengur stjórnmálamaður.