Ragnheiður elín hafnaði uppstillingu

Eftir þá útreið sem Ragnheiður Elín Árnadóttir hlaut í kjördæmi sínu um helgina rifja flokksmenn í kjördæmaráðs flokksins í Suðurkjördæmi upp þá staðreynd að hún kom í veg fyrir að uppstilling yrði notuð í stað prófkjörs.

Kjördæmaráðið kom saman í sumar til að ákveða aðferð við val á framboðslista flokksins. Málsmetandi flokksmenn töluðu fyrir uppstillingu og virtist vera stemning fyrir því þar til Ragnheiður Elín tók til máls og hafnaði þeirri hugmynd með þjósti. Sagði eitthvað á þá leið að það dygði enginn aumingjaskapur og hafa skyldi prófkjör. Það var þá samþykkt.

Ragnheiður Elín hlýtur nú að hugsa til þessa fundar eftir að henni var hafnað með svo afgerandi hætti. Í uppstillingu hefði hún átt fyrsta sætið.

Nú er hún öll í pólitík og flokkurinn situr uppi með krata sem leiðtoga í kjördæminu og veikan lista.