Dagfari
Þriðjudagur 13. september 2016
Dagfari

Einfeldni

Bróðir Náttfari kann ekki mikið fyrir sér í lögmálum stjórnmálanna þegar hann fjallar um Sigmund Davíð og formannsframboð Sigurðar Inga. Hugsun hans er of einföld. Flokkurinn skiptir auðvitað miklu meira máli en einhver kenning um að orð skulu standa.
Mánudagur 12. september 2016
Dagfari

Framsókn reynir rústabjörgun

Hafin er umfangsmikil tilraun til rústabjörgunar hjá Framsóknarflokknum. Eftir átakafund í miðstjórn Framsóknar sem fram fór á Akureyri um helgina er orðið ljóst að flestir forystumenn flokksins gera sér grein fyrir því að flokkurinn verður að losa sig við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann. Takist það ekki verður vígstaða flokksins í komandi kosningum algerlega vonlaus.
Laugardagur 10. september 2016
Fimmtudagur 8. september 2016
Dagfari

Atlaga gerð að jóni gunnarssyni í kraganum

Hart er tekist á í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi sem fram fer nú um helgina. Vart verður mikils titrings meðal frambjóðenda eftir að ljóst varð að Þorgerður Katrín muni leiða lista Viðreisnar í kjördæminu. Frambjóðendur meta það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að tapa fylgi og þingsætum í kjördæminu vegna þessa. Því verður baráttan enn grimmari milli þeirra sem taka þátt í prófkjörinu.
Þriðjudagur 6. september 2016