Yrsa fékk 41,4 milljónir - greiðir 25 milljónir í arð

Rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir mokar inn seðlum. Í Viðskiptablaðinu er greint frá því að félag hennar, Yrsa Sigurðardóttir ehf, hafi tæplega þrefaldast á milli ára. Var hagnaðurinn 41,4 milljónir á síðasta ári. Þá hafa tekjurnar tvöfaldast og voru 69 milljónir króna.

Tekjurnar eru alfarið komnar vegna höfundarlauna og því nokkuð ljóst að hægt er að græða vel á því að vera rithöfundur, þá sérstaklega að skrifa spennusögur.

Eigið fé jókst um helming og nam 44 milljónum. Yrsa ákvað að greiða 5 milljónir í arð og þá er lagt til að 25 milljónir verði greiddar í arð í ár.