Íþróttavikan byrjar á Hringbraut í kvöld

Íþróttavikan fer af stað á Dv.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans í kvöld. Hægt verður að nálgast alla þætti Hringbrautar á vefnum og í Sjónvarpi Símans.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason verður gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Farið verður yfir fréttir vikunnar, Bestu deildina, enska boltann og margt fleira í þætti dagsins.

Þátturinn verður vikulegur og verður alltaf frumsýndur á föstudögum klukkan 21:00.