Stólar Hjalta Geirs til sýnis að Laugavegi 13

Í vikunni var opnuð sýning á stólum eftir Hjalta Geir Kristjánsson að Laugavegi 13. Sýningarstaðurinn er viðeigandi en þar var Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar til húsa í áratugi, en Hjalti Geir var sonur stofnandans og stýrði fyrirtækinu í næstum hálfa öld, auk þess að vera hönnuður þess.

Hjalti Geir var merkur brautryðjandi á sviði hönnunar og viðskipta og auk stóla hans eru á sýningunni vandaðar og skemmtilega fram settar upplýsingar um æviferil hans og myndir úr lífi hans.

Hjalti Geir Kristjánsson lést 13. október 2020, 94 ára að aldri.

Sýningin stendur fram á sunnudag. Hún er hluti af Hönnunarmars. Jóhanna Vigdís Ragnhikdardóttir, hönnuður og barnabarn Hjalta Geirs hafði veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar sem einnig nýtur stuðnings frá Epal.

Ástríður Magnúsdóttir og Hilmar Einarsson.
Aðalheiður Valgeirsdóttir, Ástríður Magnúsdóttir og Erlendur Hjaltason.
Guðrún Edda Guðmundsdóttir og Hjalti Geir Erlendsson
Guðrún Þorsteinsdóttir, Hjalti Geir Erlendsson og Jóhanna Vigdís Ragnhildardóttir.
Sigríður Theodóra Pétursdóttir og Valgeir Erlendsson.
Jóhanna Vigdís Ragnhildardóttir, Ragnhildur Hannesdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir.
Hanna Steinunn Ingvadóttir, Guðmundur Gíslason og Erlendur Gíslason.
Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðrún Bára Ingólfsdóttir og Selma Kristiansen.
Sigríður og Aðalheiður Valgeirsdætur.
Ástríður Magnúsdóttir og Snæbjörn Stefánsson.