Wow air skuldaði isavia rúman milljarð

Flugfélagið WOW air skuldaði Isavia rúman milljarð. Í drögum að samkomulagi milli WOW air og Isavia frá því í september kemur fram að til stóð að flugfélagið myndi greiða upp skuldina í þrettán afborgunum. Áttu þær að teygja sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og síðan fyrstu ellefu mánuði ársins 2019. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Í drögunum kemur einnig fram að á meðan samkomulagið væri í gildi var kveðið á um að WOW air myndi hafa til taks eina flugvél á flugrekstrarleyfi félagsins á vellinum eða eina vél sem væri á leið til landsins og með staðfestan komutíma. Á þeim grundvelli hafi vélin TF-GPA á Kefla­vík­ur flug­velli verið óhreyfð frá 18. Mars, og þá þar til að félagið var lýst gjaldþrota í lok mars.

Vélin var í eigu Air Lease Corporation sem er einn stærsti kröfuhafi í þrotabú WOW og var einnig stærsti leigusali félagsins.