Viðar: „ég varð miður mín og tók þetta mjög til mín“ - „þetta mun valda íslenskri utanríkisstefnu verulegum skaða“

„Ég varð miður mín og tók þetta mjög til mín,“ segir Viðar Helgason, fiskifræðingur og fyrrverandi starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu, um upplifun sína af þættinum Kveik á RÚV í fyrradag. Viðar var fyrstur þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Namibíu til að veita heimamönnum aðstoð og ráðgjöf við að byggja upp sjávarútveg landsins árið 1990. Í samtalið við Fréttablaðið segir Viðar að meintar mútugreiðslur Samherja, fyrir hundruð milljónir íslenskra króna til opinbera embættismanna þar, muni skaða utanríkisstefnu Íslands.

„Það sem leggst allra verst í mig er að það orðspor sem við byggðum upp þarna skuli notað á þennan hátt. Ég er sannfærður um að þetta mun valda íslenskri utanríkisstefnu verulegum skaða. Þarna var búið að vinna mikilvægt starf í mörg ár sem svo er eyðilagt með svona framferði. Þá er hvorki spurt um sekt eða sakleysi eða niðurstöður dómsmála, það er bara búið að eyðileggja það sem annað fólk hefur lagt mikið á sig fyrir.“