Skiptar skoðanir á því hvað eigi að verða um samfélagsmiðla við andlát fólks

Samfélagsmiðlar hafa nú verið til í þónokkurn tíma og eyðir fólk fleiri og fleiri stundum á netinu við það að setja upp síðurnar sínar ásamt því að skoða síður annara.

Við setjum inn uppfærslur á því hvað við gerum yfir daginn, myndir af því hvað við borðum, myndir af okkur sjálfum ásamt vinum og fjölskyldu og margt fleira. Það má því segja að samfélagsmiðlarnir okkar sé nokkurskonar saman safn af litlum og stórum atburðum í lífi okkar.

En hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hvað verður um Facebook eða Instagram síðu þína eftir að þú deyrð?

rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi af YouGov segir að 26% breta vilji að samfélagsmiðlasíðum þeirra verði eytt eftir að þau látast en svipað magn af fólki vill að samfélagsmiðlarnir fari í hendur nákominna. Um 7% sagði að þeir vildu að samfélagsmiðlasíður þeirra yrðu til óbreyttar að eilífu.

Það má því segja að skoðanir fólks á þessu málefni séu mjög skiptar.

Fólk á aldrinum 65 ára og eldri voru líklegri til þess að vilja samfélagssíðunum eytt á meðan fólk á aldrinum 18-24 ára voru líklegri til þess að vilja halda þeim gangandi.

„Flest fólk gerir ráðstafanir varðandi heimili sitt og peninga eftir andlát en þetta með samfélagsmiðlana er flóknara. Almenn skoðun á því hvort samfélagsmiðlum þínum eigi að verða eytt eða gefin áfram til fjölskyldu er mjög jöfn,“ sagði Connor Ibbetston einn af rannsakendunum.

Hver er þín skoðun?