Sirrý sakar Guðmund Andra um fordóma í garð Garðbæinga: „Þeir næra reiðina“

Sirrý sakar Guðmund Andra um fordóma í garð Garðbæinga: „Þeir næra reiðina“

Sirrý Hallgrímsdóttur pistlahöfundur á Fréttablaðinu og fyrrverandi aðstoðarkona Illuga Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu, sakar Guðmund Andra Thorsson þingmann Samfylkingarinnar um fordóma.  Eiga fordómar Guðmundar að hafa beinst að fólki búsett í Garðabænum. Sirrý skrifar bakþanka í Fréttablaðið í dag þar sem hún segir það hafa verið hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra af grófu áreiti sem hann varð fyrir í Hagkaup í Garðabæ.

Sjá einnig: „Það vall upp úr honum reiðilesturinn“

Þar vatt sér að Guðmundi Andra maður í miklu ójafnvægi og kallaði þingmanninn lygara og viðbjóð sem vildi flytja inn barnaníðinga frá Svíþjóð. Sirrý kveðst vera sammála Guðmundi Andra um að fólk þurfi að gæta sín á að næra ekki reiðina í samfélaginu, þó án þess að hætta að takast á.

„Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni.“

En Sirrrý gagnrýnir Guðmund Andra fyrir mannlýsingu hans á gerandanum í Hagkaup. Sirrý segir:

„Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“

„Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði.“

Sirrý segir í lok pistilsins að djúpt sé á fordómum Guðmundar Andra í garð Garðbæinga. Hún segir í lok pistilsins.

„Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti.

Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur.“

Nýjast