Sif hakkar sigmund og félaga í sig: hættulegir ránfuglar og hræætur í miðflokknum

Bretar óttast um afdrif lýðræðisins undir stjórn Boris Johnson og þar í landi er lýðræðis í krísu eftir að þinghaldi var frestað þar í fimm vikur. Er þetta lengsta frestun frá því í síðari heimstyrjöldinni og er litið svo á að þetta sé ófyrirleitin tilraun Johnson til að koma í veg fyrir að þingið geti blandað sér í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem áætluð er 31. Október. Johnson er staðráðinn í að þetta verðu að veruleika og svo virðist sem afleiðingarnar skipta hann engu.

Sif Sigmarsdóttir pistlahöfundur fjallar um stöðuna í Bretlandi og setur það í samhengi við það sem á sér stað hér á landi. Pistillinn í Fréttablaðinu hefur vakið mikla athygli. Þar vitnar Sif í ræður bæði Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og Katrínar Jakobsdóttur en báðar ræðurnar mátti skilja sem vísun í umræðu um þriðja orkupakkann og einnigað þau hefðu áhyggjur af popúlískum hreyfingum og varast þyrfti þá hræddu og reiðu með ófyrirleitnar hugmyndir um að komast til valda. Sif segir:

„Áhyggjur íslenskra valdhafa af heilbrigði lýðræðisins hér á landi eru ekki úr lausu lofti gripnar. Flestir virðast búnir að gleyma að Brexit kom ekki til vegna kröfu bresks almennings. Brexit-hrakfarir Breta hófust þegar veikgeðja leiðtogar Íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Árið 2015 fékk UKIP 12,6% atkvæða í þingkosningum, fylgi sem flokkurinn tók að mestu frá Íhaldsflokknum. Þessi 12,6% nægðu ekki til að komast til áhrifa, en þau nægðu til að stjaka við ríkjandi valdajafnvægi.“

Þá segir Sig einnig: „Við Íslendingar höfum eignast okkar eigin flokk „tækifærissinna“, hóp „sveimandi ránfugla“ í leit að vandræðum. Þriðji orkupakkinn var Brexit hræætanna í Miðflokknum. Rétt eins og UKIP á sínum tíma mælist flokkurinn með 12-13% fylgi í skoðanakönnunum.“

Sif segir lýðræðið standa höllum fæti víða. Stóra spurningin sé ekki hvort Miðflokkurinn takist að komast í ríkisstjórn. Stóra spurningin er hins vegar hvernig hinir flokkarnir á þingi ætla að bregðast við fylgi hans. Sif segir að lokum:

„Lýðræðishefðinni er aðeins borgið ef öðrum flokkum tekst það sem breska Íhaldsflokknum tókst ekki: Að standast freistinguna að bítast um hræin.“