Mynd dagsins: Svona leit Miklabraut út árið 1960

Mynd dagsins: Svona leit Miklabraut út árið 1960

„Reykjavík var skipulögð með einkabílinn að leiðarljósi áður en bifreiðaeign varð útbreidd eða almenn. Þetta sést á ljósmyndum frá  því upp úr miðbiki 20. aldar, það er búið að leggja vegina en bílarnir eru ekki komnir. Reyndar var hvíslað á sínum tíma að bílaumboðin hefðu passað upp á sína hagsmuni. Alltént var þá líka hugmyndin að rífa mestallan gamla bæinn og malbika yfir.“

Þetta segir Egill Helgason í pistli á Eyjunni. Þá rifjar Egill upp þegar hann var í menntaskóla á áttunda áratugnum. Þá átti aðeins einn nemandi í skólanum ökutæki. Egill segir:

„Nú eru stæðin við skólann hér við hliðina á troðfull á hverjum degi. En maður sér líka að hægt er að stjórna bifreiðanotkuninni. Það er dýrt að leggja hér í miðborginni – og það sýnist manni að aftri sumum nemendum frá því að koma á bíl í skólann.“

Egill stingur upp á þeirri hugmynd að setja upp gjaldskyldu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Egill segir:

„Það mætti jafnvel útfæra þetta með þeim hætti að þeir sem fjölmenna í bíl – koma þrír eða fleiri sama í bifreið hafi forgang og fái ódýrari og betri stæði.“

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Nýjast