Mynd dagsins: furðulegasta skófla í heimi? guðlaugur þór segir söguna á bak við skófluna

„Utanríkisráðherrar Norðurlanda og Þýskalands gróðursettu í gær kirsuberjatré í tilefni af því tuttugu ár eru liðin frá frá formlegri opnun norrænu sendiráðsbygginganna í Berlín. Þar vakti athygli forláta fimmmenningsskófla sem norrænu utanríkisráðherrarnir munduðu á þann samstillta hátt sem jafnan einkennir Norðurlandasamvinnuna.“ Þannig hefst færsla á Facebook-síðu Utanríkisráðuneytisins. Þar segir enn fremur:

Skóflan, sem er einmitt tákn um einingu Norðurlandanna og samheldni, á sér merka sögu. Hún var notuð í fyrsta sinn þann 6. maí 1997 þegar þáverandi sendiherrar Norðurlandanna í Berlín tóku fyrstu skóflustunguna að sendiráðaklasanum. Skóflan hékk lengi vel uppi á vegg í anddyri menningarmiðstöðvarinnar Felleshus, var svo færð upp á veröndina út af en aftur flutt niður og þá með nýrri áletrun. Hún hefur þannig hangið uppi á vegg ónotuð þar til í gær þegar hún var hreinsuð og snyrt fyrir athöfnina.“