Karl th: „í einum kafla er lýst sérkennilegu máli um vændissíðu í brasilíu“

„Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valdaskeið Sjálfstæðisflokksins á tíunda áratugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég gaf út Hina ósnertanlegu og skrifaði greinar í Stundina um svipað efni. Mér þótti það of yfirgripsmikið viðfangs, svo að Herðubreið fjármagnar alla útgáfu sína með forsölu til dyggra lesenda.“

Þetta segir Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar á sömu síðu. Þar greinir hann frá því að í haust kemur út bók sem ber nafnið: „Hannes – portrett af áróðursmanni.“

Í samtali við tímaritið segir Karl hugmyndina hafa kviknað eftir fjölmörg skilaboð frá lesendum. Bætir Karl við að upplagið verði takmarkað en hægt að kaupa eintök í forsölu. Við skrifin neyddist Karl til að velja og hafna hvaða frásagnir af Hannesi fengju að fljóta með en sagan spannar marga áratugi. Karl segir:

„Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja. Í einum kafla er lýst frekar sérkennilegu máli um vændissíðu í Brasilíu. Það varð opinbert mál, en að öðru leyti hef ég engan áhuga á einkalífi Hannesar.“

Það mál sem Karl Th. vísar til má rekja til ársins 2008. Þá birtist á netinu stolið aðgangsorð að brasilískri Escort-síðu og var aðgangsorðið netfang Hannesar við Háskóla Íslands. Löngu síðar birtist svo lykilorðið eitt og sér á Facebook-síðu Hannesar. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, fjallaði ítarlega um málið á bloggsíðu sinni árið 2011. Sagði Ragnar að annað hvort væri fréttin sú að:

„Háskólaprófessor notar netfang sitt við skólann til kaupa á vændi.“ eða „Óprúttnir aðilar stela persónu háskólaprófessors til kaupa á vændi.“

Bætti Ragnar við að á meðan fréttin væri þögguð niður myndu allir trúa því að fyrri fréttin væri sú sanna. Einnig sagði Ragnar að Hannes ætti rétt á einkalífi og betri umfjöllun. Hann hefði verið lagður í einelti árum saman.

Bætti Ragnar við eftir nokkrar vangaveltur, dró í land og sagði að ekkert benti til viðkomandi að þyrfti að hafa aðgang að pósthólfi Hannesar til að stofna aðgang að síðunni umdeildu, hver sem er hefði í raun getað stofnað aðgang í nafni prófessorsins. Þá tók Hildur Lilliendahl þátt í umræðunum og sagði:

„Mögulegar skýringar eru t.d. að Hannes hafi fundið þetta orð einhvers staðar á internetinu eftir að hafa gúglað sjálfan sig og síðan klúðrað því í gegnum copy/paste óvart í status.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur tók þátt í umræðunum og sagði: „Kjaftasagan um vændiskaup HHG í Brasilíu og kynlífsferðir hans þangað hefur gengið í mörg ár. Er ekki eðlilegt að líta á þetta mál sem framhald af þeim söguburði? Einhverju sinni fékk Sigursteinn Másson hann í viðtal á Skjá einum og bar upp á hann söguna. Hannes neitaði henni staðfastlega. Hann hefur því opinberlega neitað þessum orðrómi og spurning hvort eðlilegt sé að gera þá kröfu til hans að hann hlaupi til í hvert sinn sem sú saga er endurtekin?“

Ragnar bætti við: „Mér finnst þetta líka mjög skrítið með FB. En vil trúa því að hann hafi séð þetta og verið að gúgla það. Tímalengdin þarna á milli gerir það frekar líklegt.“

Hafði ekki samband við Hannes

Á Herðubreið greinir Karl frá því að hann hafi ekki haft samband við Hannes. Karl segir að ekki sé um ævisögu að ræða, heldur blaðamennskubók eins og tíðkist í Bandaríkjunum. Karl segir: „Nokkuð viðamikið portrett, um 300 síður, og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut.“

Þá segir Karl að hann hafi ekki haft samband við Hannes við gerð bókarinnar. Karl segir:

 „Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum. Markmiðið er alltaf að frásögnin sé bæði heiðarleg og sanngjörn. En hugsanlega líka lipur aflestrar.“

Hannes segir í viðtali við Eyjuna að hann muni ekki lesa bókina. Þar sagði Hannes:

„Verði honum að góðu. Ég kannast ekki við að hafa eldað grátt silfur saman við Karl Th. Birgisson. Ég hef svarað honum og öðrum fullum hálsi, þegar þeir hafa farið með rangfærslur eða hálfsannleika. Hann er ekki nein sérstök stærð í mínu fjölbreytta lífi. Hann má skrifa allar þær bækur, sem hann vill mín vegna,“

„Ég stórefast um, að ég lesi þetta rit. [...] Gallinn við þessa höfunda er, að þeir kunna ekki til verka og hafa ekki aðgang að heimildum. Þeir sitja heima hjá sér og láta sér nægja að googla á tölvunni og taka við símtölum frá öðrum minnipokamönnum.“