Heilsugæslan annað kvöld: hvernig er hægt að nota hreyfingu sem meðferðarúrræði?

Mikilvægi hreyfingar er eitt helsta umræðuefnið í þættinum Heilsugæslan á Hringbraut í kvöld, en þættirnir sem verða á dagskrá í allan vetur eru unnir í nánu samstarfi við fagfólk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Helga María fær í kvöl til sín Hannes Hrafnkelsson lækni og Auði Ólafsdóttur sjúkraþjálfara til að ræða um mikilvægi hreyfingar og hvernig hægt er að nota hreyfingu sem meðferðarúrræði.

Í þættinum er einnig farið í heimsókn á heilsugæsluna Mjódd og fjallað þar um hreyfiseðla, fræðst um D-vítamín og sálfræðingurinn Ragga nagli gefur góð heilsuráð.

Þetta og margt fleira í Heilsugæslunni næsta fimmtudag kl 21:30 á Hringbraut.