Greta reið og gráti næst þegar hún flutti magnaða ræðu: „ég á ekki að þurfa að vera hér á sviðinu. ég á að vera í skólanum“

„Ég á ekki að þurfa að vera hér á sviðinu. Ég á að vera í skólanum hinum megin við hafið. En það eruð þið sem alltaf snúið ykkur til okkar, unga fólksins, vonarinnar vegna. Hvernig dirfist þið!?“

Þetta sagði Greta Thunberg á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í New York. Thunberg er gestur ráðstefnunnar, en Greta er aðeins 16 ára gömul. Hún bætti við:

„Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum. Ég er samt ein þeirra heppnu. Fólk er að þjást. Fólk er að deyja. Vistkerfin hrynja. Við erum stödd í byrjun fjöldaútrýmingu og eina sem þið talið um eru peningar og tröllasögur um endalausan hagvöxt Hvernig dirfist þið. Í 30 ár hafa vísindin haft það á kristal tæru. Hvernig dirfist þið að líta undan, koma hingað og segja að þið séuð að gera nóg þegar lausnirnar eru hvergi sjáanlegar.“

Þá sagði Greta einnig að ungt fólk myndi aldrei leyfa leiðtogum að komast upp með þetta. Það yrðu að verða breytingar, hvort sem leiðtogum þjóðanna líkaði það eður ei.

„Þið bregðist en unga fólkið er að átta sig á svikunum og fylgjast með ykkur. Ef þið veljið það, að svíkja okkur, þá munum við aldrei fyrirgefa ykkur.“

Hér fyrir neðan má sjá ræðuna í heild sinni: