Þjóðkirkjan er bara ekki lengur heilög - aðskilnaður við ríkið er tímaspursmál

Það skortir ekki umræðuefnin í Ritstjórunum í kvöld þar sem ritstjórarnir Guðmundur Steingrímsson og Karl Garðarsson setjast á rökstóla hjá Sigmundi Erni og rýna í helstu fréttamál líðandi stundar.

Meðal umræðuefna eru næsti útvarpsstjóri, nýtt flugfélag, skammir dómsmálaráðherra til handa Þjóðkirkjunni, óheppilegt orðfæri utanríkisráðherra, uppnámsorðræðan á samfélagsmiðlum, tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og staða flokkanna, en þessir fyrrverandi þingmenn munu ekki eiga í erfiðleikum með að tjá sig um efni af þessu tagi.

Ritstjórarnir eru hluti fréttaþáttarins 21 á þriðjudögum, en hann byrjar eins og nafnið gefur til kynna klukkan 21:00.