Birtu sagt að hypja sig heim eftir þátttöku í fegurðarsamkeppni: Uppnefnd api og blámaður, síðan barin - „Ég er stoltur Íslendingur“

Birtu sagt að hypja sig heim eftir þátttöku í fegurðarsamkeppni: Uppnefnd api og blámaður, síðan barin - „Ég er stoltur Íslendingur“

„Þú kýlir ekki svertingja, þú sparkar í hann.“ Þetta var öskrað á Birtu Abibu Þórhallsdóttur áður en sparkað var í hann. Ofbeldismaðurinn sparkaði af afli í rifbein hennar en sársaukinn dofnaði hratt. Það var orðin sem stóðu lengi í henni. Birta er fædd árið 1991. Hún telur að allir af blönduðum uppruna hafi upplifað eitthvað í þessa veru hér á landi. Þá segir hún fordóma enn til staðar og það þurfi að vinna á þeim. Þá tók Birta þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland og upplifði þá fordóma á nýjan leik. Birta opnaði sig í gær á Facebook um málið og síðan í Fréttablaðinu.

Hún segir andlega ofbeldið hafa verið verst, líkt og að vera kölluð blendingur og svertingi. Birta segir:

„ ... eða Birta api að heyra að ég ætti að fara aftur heim til mín, ég væri ekki Íslendingur. Mér leið eins og ég væri alein og gat ekki samsvarað mér við neinum svo ég byrjaði að finna fyrir miklu sjálfshatri. Ég vildi ekki vera brún, ég vildi ekki vera með krullur, ég vildi ekki skera mig úr hópnum.“

Birta slétti í kjölfarið á sér hárið og hætti að nota seinna nafn sitt, Abiba.

„Ég sagði ekkert þegar krakkar eða fullorðnir notuðu N-orðið, hló að rasískum bröndurum og sagði þá sjálf. En sama hvað ég gerði, það breytti engu. Mér leið bara verr og verr. Ég vissi að það sem ég var að upplifa var ekki ásættanlegt.“

Birta bætir við að allir sem hún þekki og hafi upplifað eða fundið fyrir kynþáttahatri séu sammála um að erfitt sé að tala um það og óttist að einangrast, lenda í rifrildi eða séu sakaðir um að gera of mikið úr málinu, þetta sé væl.

„Það getur verið bugandi og gerir það að verkum að maður velur frekar að segja ekkert. Þannig var ég í langan tíma og ekkert breyttist, þangað til ég ákvað að reyna að elska mig eins og ég er og ekki að reyna að breyta því sem ég einfaldlega get ekki breytt.“

Birta á góða að, fólk sem elskar hana og hefur hjálpað henni að elska sjálfan sig. Birta segir:

„Það tók sinn tíma en ég lærði að vera stolt af nafninu mínu, hárinu mínu og húðlitnum mínum. Það er stór ástæða fyrir því að ég er ekki lengur hrædd um að tala um óréttlæti þegar ég sé það og hvers vegna ég vek athygli á þessum málum, því fordómar og kynþáttahatur eru til staðar á Íslandi.“

Þá opnar Birta sig um þátttöku í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland.

„Ég sótti um því mig langaði það og því ég er Íslensk,“ segir Birta og bætir við: „Stundum gleymi ég því að það er fólk þarna úti sem finnur hjá sér þörf til þess að koma með sleggjudóma og um leið og það var tilkynnt hvaða stelpur myndu keppa þá leið ekki á löngu þar til fyrsti nafnlausi pósturinn kom.“

Og pósturinn var ljótur, kvikindislegur og fordómafullur. Þar stóð meðal annars:

„Þú vinnur aldrei þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur“ - „Þarft þú ekki að fara heim til þín“

Fleiri póstar fylgdu í kjölfarið. Og þetta hafði áhrif. Birta fann á ný til óöryggis og leið eins og hún væri misheppnum. En síðan bárust einnig önnur skilaboð, meðal annars frá krökkum sem höfðu verið í sömu sporum og hún. Og við það efldist hún.

„Það gerir þetta þess virði, að finna fyrir ást frá ókunnugum er ómetanlegt,“ segir Birta og bætir við:

„Ég vil að þið vitið að kynþáttahatur og fordómar erum enn vandamál á Íslandi.“

Þá segir Birta: „Orð hafa mátt með einu orði geturðu glatt og þú getur sært.  Þótt ég sé ekki  „staðalímynd“ af íslenskri fegurð þá er ég stoltur Íslendingur og við krakkana sem eru að upplifa það sama og ég hef upplifað, vil ég segja láttu engan skilgreina þig af húðlit.“

Birta endar pistilinn sinn á þessum orðum:

„Ef enginn er til staðar sem skilur þig þá vill ég að þú vitir að ég er og mun ALLTAF vera til staðar.“

Nýjast