Áætla að íslandspóstur tapi 755 milljónum króna í ár - íslenska ríkið setti 1500 milljónir króna í reksturinn

Íslandspóstur áætlar að tap félagsins verði alls um 755 milljónir króna eftir skatta. Kostnaður vegna endurskipulagningar fyrirtækisins er sagður spila þar stórt hlutverk. Það er umtalsvert meira tap en í fyrra, en þá tapaði fyrirtækið 287 milljónum króna. Íslenska ríkið hefur nú þegar lagt í um 1500 milljónir í rekstur Íslandspósts að undanförnu. Árshlutauppgjör Íslandspósts hefur ekki enn verið birt, en samkvæmt lögum um hlutafélög ætti að vera búið að gera það.

„Árshlutauppgjörið liggur undirritað af stjórn hjá ríkisendurskoðanda. Það vantar hins vegar einhver formsatriði svo hægt sé að birta það,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts í samtali við Viðskiptablaðið.

Gripið hefur verið til ýmsa sparnaðaraðgerða innan fyrirtækisins. Meðal annars var fækkað í framkvæmdastjórn, skrifstofur fyrirtækisins voru fluttar í annað húsnæði og um 15% af starfsfólki Íslandspósts var sagt upp. Þá voru gjöld á viðskiptavini hækkuð umtalsvert á erlendar sendingar sem koma til landsins.

Mikil gagnrýni var á störf fyrrverandi stjórn Íslandspósts vegna taprekstur til fjölda ára, en Ríkisendurskoðun taldi að eigendastefnu og ytra eftirliti með starfsemi Íslandspósts hafi verið ábótavant. Þá var það gagnrýnt að aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnarinnar. Þrátt fyrir það barst fjármálaráðuneytinu svör seint og illa frá Íslandspósti um þá alvarlega stöðu sem var komin upp í fyrirtækinu.