Róbert Mars­hall tekur á sig sökina: „Ég verð lík­lega ekki starfs­maður mánaðarins“

Róbert Mars­hall, upp­lýsinga­full­trúi ríkis­stjórnarinnar, segir að hann verði lík­lega ekki starfs­maður mánaðarins í stjórnar­ráðinu í júní. Róbert segir frá þessu á Face­book-síðu sinni en til­efnið er upp­nám sem varð í breska morgun­þættinum This Morning Live á ITV-sjón­varps­stöðinni í morgun.

Vísir fjallaði um málið í kvöld en svo virðist sem mis­skilningur vegna tíma­mis­munar hafi gert það að verkum að Katrín var ekki til við­tals á til­settum tíma. Virðist það hrein­lega hafa gleymst hér á landi að klukkan í Bret­landi er einum klukku­tíma á undan klukkunni hér heima.

Í frétt Vísis er bent á að Phillip Schofi­eld, einn af stjórn­endum þáttarins, hafi gert góð­lát­legt grín af þessu enda ekki stór­mál í sjálfu sér. Var annar gestur fenginn til að mæta að­eins fyrr.

Svo virðist vera sem Róbert Mars­hall beri á­byrgðina á þessu enda segir hann á Face­book-síðu sinni: „Ég verð lík­lega ekki starfs­maður mánaðarins í stjórnar­ráðinu í júní. Margir myndu halda að ég hefði lært að reikna með tíma­mis­mun. En nei ...“

Ein­hverjir muna ef­laust eftir því þegar Róbert Mars­hall sagði starfi sínu lausu sem frétta­maður Stöðvar 2 árið 2005. Málið snerist um það hve­nær banda­rísk stjórn­völd höfðu vitað af stuðningi Ís­lendinga vegna stríðs­rekstursins í Írak. Hélt Róbert því fram að stuðningurinn hefði legið fyrir áður en á­kveðinn ríkis­stjórnar­fundur hófst þann 18. mars árið 2003, en stað­reyndin var sú að hann lá fyrir eftir um­ræddan ríkis­stjórnar­fund.

Í harð­orðri yfir­lýsingu sem Hall­dór Ás­gríms­son, þá­verandi for­sætis­ræða­herra, sendi frá sér á sínum tíma sagði hann: „Frétt CNN er birt kl. 23:29 þann 18. mars á austur­strandar­tíma í Banda­ríkjunum en þá var klukkan 04:29 að morgni 19. mars hér á landi og liðinn meira en hálfur sólar­hringur frá því ríkis­stjórnar­fundi lauk.“