Eftir hundrað ár

Eftir hundrað ár,  - fimm hundruð ár mun fólk sitja og rifja upp farsóttir þær sem geysað hafi á jörðinni, rifja upp Svarta dauða, Stóru-Bólu og fleiri slíkar.

Þá mun fólk minnast þess að árið 2020 hafi geysað farsótt sem nefndist Kórónuveira og rifja upp hvernig fólk hafi tekist á við veikina dags daglega og hvernig lækning fannst.

Og fólk mun þá - einsog nú - skilja að við erum aðeins sandkorn á sjávarströndu.
En líf hvers og eins er stórt og merkilegt, fullt af náð og miskunn, - mikilsvert.