Fréttir

Leita að Jóni Þresti þar til hann finnst

Leit stendur enn yfir að Jóni Þresti Jónssyni í Dyflinni, sem hefur ekki sést síðan um 11 leytið á laugardeginum 9. febrúar í Whitehall úthverfi borgarinnar. Tíu ættingjar Jóns Þrastar eru komnir til Írlands til að aðstoða við leitina. Þau hófu skipulega leit með aðstoð sjálfboðaliða í samráði við írsku lögregluna í gærmorgun og hyggjast leita þar til hann finnst að sögn bróður Jóns Þrastar.

Verðmæti sjávarafla aldrei meira

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á föstu meðalgengi síðasta árs nam 239,6 milljörðum króna á árinu í erlendri mynt. Verðmætið jókst um 34,5 milljarða króna milli ára, eða 16,8 prósent. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á föstu nafngengi hefur ekki áður mælst jafn mikið ef horft er aftur til ársins 1961.

Atvinnulífið hefur göngu sína að nýju:

Spænskur banki fjármagnar kaup fyrir Íslendinga

Atvinnulífið hefur göngu sína á ný í kvöld eftir talsvert hlé og verður á dagskrá Hringbrautar af og til á mánudögum í vetur. Í þætti kvöldsins kynnir þáttastjórnandinn Sigurður K. Kolbeinsson sér fasteignakaup á Spáni, nánar tiltekið á Torrevieja svæðinu og heimsækir fyrirtækið Spánarheimili sem hefur haslað sér völl á þessu sviði á undanförnum 10 árum

Vill lengja fæðingarorlof í tvö ár

Sæunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Miðstöð foreldra og barna, segir í viðtali í Samfélaginu á Rás 1 að fremur ætti að lengja fæðingarorlof í tvö ár en að vinna að opnun ungbarnaskóla. Foreldrum ætti að vera gert kleift að vera heima með börnum sínum tvö fyrstu ár ævi þeirra.

Skordýr finnast í matvælum

Skordýr hafa fundist í poppmaís frá Coop. Um er að ræða 500g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Samkaup hefur innkallað vöruna úr verslunum og frá neytendum. Nýlega hefur einnig verið tilkynnt um skordýr í döðlum frá Sólgæti og í haframjöli frá First Price.

Amal Tamimi er gestur Margrétar Marteinsdóttur í 21 í kvöld:

Treysta ekki lögreglu

Fólk sem leitar í Jafnréttishús og hefur orðið fyrir hatursfullri og meiðandi framkomu í sínu daglega lífi vill ekki kæra hatursorð eða hatursglæpi því það vantreystir lögreglu. Þetta segir Amal Tamimi forstjóri Jafnréttishúss, en hún er sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Amal er gestur Margrétar Marteinsdóttur í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Meta hvort vísa eigi deilu til ríkissáttasemjara

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun meta á fundi á morgun hvort kjaradeilu sambandsins við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara. Samninganefnd SGS fundaði fyrir helgi um stöðuna í kjaraviðræðum og samþykkti þar einróma umboð til handa viðræðunefnd.

WOW air óskar eftir greiðslufresti

Stjórnendur WOW air hafa óskað eftir fresti fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á flugvöllum erlendis. Túristi.is greinir frá og segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir.

Mbl.is greinir frá

Sak­ar Bryn­dísi um hroka

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, seg­ir að um­mæli Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sýni mik­inn hroka

Spjót standa á fjölmiðlafrumvarpi

Útgefendur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins vilja minnka umsvif RÚV. Þeir eru á meðal þeirra sem gagnrýna fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt ritstjóra Reykjavík Grapevine og framkvæmdastjóra Fótbolta.net. Þrátt fyrir þessa andstöðu fjölmiðla og frá nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokks er Lilja sannfærð um að frumvarpið verði samþykkt.

Hjartað slær í Hannesarholti

Hringbraut er 4 ára í dag

Ratcliff sleppur við skatta í Mónakó

Verkalýðsfélögin samhent í sinni vinnu

Eignaójöfnuður á hærra stigi en tekjuójöfnuður

Segir fortíð Ólafs ekki trufla áhuga á baðlóni

Verkfallsaðgerðir gætu hafist í byrjun mars

Höldur og Friðheimar fá menntaverðlaunin

Syndsamlega ljúffeng Djöflaterta

„Yfirlýsing í ljósi umræðu um kílómetrastöðu bíla“

Myndbönd

21 / fimmtudagur 21. febrúar / Allur þátturinn

22.02.2019

21 / Sigurður Pálmi ræðir nýja verslun sína, Super1

22.02.2019

21 / Hólmfríður Garðarsdóttir ræðir um útrýmingarhættu tungumála á Alþjóðadegi móðurmálsins

22.02.2019

21 / Gestur Ólafsson ræðir um skipulagsmál og skipulagsfræði

22.02.2019

21 / Álfrún Pálsdóttir um Karl Lagerfeld

22.02.2019

Suðurnesjamagasín / 21. febrúar

22.02.2019

Mannamál / Ari Eldjárn fer á kostum í persónulegu samtali

22.02.2019

Viðskipti með Jóni G / 20. febrúar / Ragnar Árnason - Guðrún Ragnarsdóttir

21.02.2019

21 / miðvikudagur 20. febrúar / Allur þátturinn

21.02.2019

21 / þriðjudagur 19. febrúar / Allur þátturinn

20.02.2019

Atvinnulífið / Spænskur banki fjármagnar fasteignakaup fyrir Íslendinga

19.02.2019

21 / mánudagur 18. febrúar / Allur þátturinn

19.02.2019