Fréttir

Vilhjálmur reiður: Ekki boðlegt að bjóða Íslendingum uppá þessa vitleysu lengur

„Það hefur verið lengi vitað að við Íslendingar höfum verið vaxta- og verðtryggingarpínd og það um alllanga hríð.“

Hjörvar Hafliðason rekinn

Sýn hefur sagt upp þrettán starfsmönnum. Fréttablaðið greinir frá því að Hjörvar Hafliðason sé í þeim hópi, ásamt Kristínu Gunnarsdóttur og Sighvati Jónssyni. Kristín og Sighvatur eru fréttamenn en Hjörvar hefur stýrt Brennslunni á FM957 og lýst knattspyrnuleikjum fyrir Sýn.

Freyja segir fatlað fólk ekki ráðið hjá hinu opinbera þrátt fyrir umbeðna hæfni

„Nú þegar haustið er að bresta á byrja að hrynja inn beiðnir frá stjórnvöldum til félagasamtaka um allskonar vinnu sem felst í að við eigum að bjóða fram þekkingu okkar, hugmyndir og (oft sára) lífsreynslu. Sjaldnast er greitt fyrir þessa (tilfinninga)vinnu,“ segir Freyja Haraldsdóttir, verkefnastjóri Tabú, feminískrar hreyfingar fatlaðra kvenna, á Twitter-síðu sinni í gær. Þar bendir hún á að mörg samtök, þar á meðal Tabú, hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að halda úti starfsfólki, sem setji þær sem standa að slíkum samtökum í erfiða stöðu.

Hvetja lántaka til þess að hætta að borga af smálánum

Í gærkvöldi samþykkti stjórn stétt­ar­fé­lags­ins VR að ger­ast fjár­­hags­­legur bakhjarl neytenda í bar­átt­unni gegn smá­lán­­afyrirtækjum. Munu lántakar verða hvattir til þess að hætta að borga af ólöglegum smálánum.

Þorsteinn Pálsson skrifar:

Töfralausn Haraldar verðskuldar stuðning

Það bar til tíðinda fyrr í sumar að Haraldur Benediktsson alþingismaður kom auga á lausn á átökunum milli þingflokks og grasrótar Sjálfstæðisflokksins um aðildina að innri markaði Evrópusambandsins og orkupakkann. Hann leggur til þjóðaratkvæði einhvern tíman í ófyrirsjáanlegri framtíð um hugsanlegan sæstreng, sem utanríkisráðherra hefur þó oft sinnis bent á að ekki er verið að taka afstöðu til í því máli sem fyrir liggur.

Pence til Íslands – Logi vill svör um uppbyggingu á varnarsvæðinu og viðveru hermanna á því

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, mun koma í op­in­bera heim­sókn til Íslands þann 3. septem­ber næstkomandi. Pence mun dvelja í einn dag hér á landi sem fulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta. Logi Einarsson veltir því fyrir sér af hverju ríkisstjórnin hafi ráðist í stærðarinnar framkvæmdir á varnarsvæðinu og hvaða, ef einhver, áform séu um viðveru hermanna á því.

Íslenskur karlmaður sagður hafa ætlað að ræna flugvél – Vélinni nauðlent í Stafangri

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri reyndi að brjóta sér leið inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu ungverska flugfélagsins Wizz air. Flugmenn þotunnar tilkynntu um flugrán og fengu leyfi til að nauðlenda vélinni á Sola flugvellinum í Stafangri í morgun.

„Líf mitt væri afar frábrugðið ef ég hefði fæðst í landi þar sem ómögulegt væri að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra“

„Ég er meðvitaður um að líf mitt væri afar frábrugðið því sem er ef ég hefði fæðst í landi þar sem réttindi hinsegin fólks eru þverbrotin og ómögulegt væri t.d. að vera opinberlega samkynhneigður ráðherra.“ Þetta er meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Sigurjón: „Þetta eru galin sjónarmið hjá Jóhannesi“

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, furðar sig í pistli sem birtist á miðlinum í dag á viðbrögðum Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, við svartri skýrslu Alþýðusambands Íslands um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Skýrslan var birt í gær og í henni kom meðal annars fram að jaðarsetning og brotastarfsemi hafi aukist á íslenskum vinnumarkaði og að launþegar, mest erlent fólk og ungt fólk, hafi verið sviknir um 450 milljónir króna á síðasta ári.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Hlutabréfamarkaðurinn: Úrvalsvísitalan hélst í hæstu hæðum í sumar

Um 30% hækkun á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni, sem varð á fyrstu mánuðum ársins, hélst meira og minna í allt sumar.

Þeir baða viðkom­andi í dýra­blóði eða drullu: Það sem töfralæknar eru búnir að hafa af þjóðarbúinu

Mynd dagsins: Eyðilegging Skuggahverfisins og Skúlagötunnar til skammar

Leit haldið áfram í dag – Gera tilraun til þess að kafa á morgun

Viðskipti með Jóni G. hefst að nýju í kvöld – Rætt við forstjóra Vivaldi og forstjóra Nasdaq Iceland

Davíð ósáttur og skammar Bjarna: Beiðnin sem á að hunsa

Dagur Kári leikstýrir þáttaröð fyrir HBO Europe

Birta Líf: „Sumrinu er ekki aflýst“

Seðlabankinn hafnar fimm milljóna bótakröfu Þorsteins

Vissir þú að lárperur geta verið hættulegar?

Kanna umfang matarsóunar á Íslandi

Myndbönd

21 / mánudagur 19. ágúst / Drífa Snædal og Ólafur Örn Haraldsson

20.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 14. ágúst / Jón von Tetzchner - Páll Harðarson

15.08.2019

Skrefinu lengra / 14. júlí

15.07.2019

Skrefinu lengra / 7. júlí

08.07.2019

Fasteignir og heimili / 1. júlí

02.07.2019

Skrefinu lengra / 30. júní

01.07.2019

Fasteignir og heimili / 24. júní

28.06.2019

21 / þriðjudagur 25. júní / Hanna Björk Þrastardóttir ræðir hvarf Jóns Þrastar sonar síns

26.06.2019

Skrefinu lengra / Stikla 2

21.06.2019

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Fasteignir og heimili / 17. júní

18.06.2019

21 / fimmtudagur 13. júní / Allur þátturinn

14.06.2019