Sjáðu á­standið á hjúkrunar­heimili á Ís­landi: „Þetta bjóðum við gamla fólkinu okkar upp á"

Myndir af myglu- og raka­skemmdum í hús­næði Heilsu­verndar Hjúkrunar­heimilis að Greni­hlíð hafa vakið hneykslun eftir að þeim var deilt á sam­fé­lags­miðlum fyrr í dag.

Fréttablaðið fjallaði meðal annars um málið.

Í færslunni má sjá skemmdirnar í eld­húsi byggingarinnar þar sem fólki er gefið að borða undir setningunni „Og þetta bjóðum við gamla fólkinu okkar uppá.“

Þóra Sif Sigurðar­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­verndar, hefur verið í sam­bandi við full­trúa ríkisins til að fá nánari upp­lýsingar en segir að engin að­gerðar­á­ætlun sé komin í gang.

„Það er ekki fyrr en eftir að Heilsu­vernd tók yfir sem gerð var krafa um ó­háða út­tekt á stöðunni eins og hún er og þá kemur þetta upp úr dúrnum. Nú erum við að þrýsta á að hægt sé að hefja fram­kvæmdir.“

Fréttablaðið/Mynd aðsend
Fréttablaðið/Mynd aðsend