Wow að klára skuldabréfaútboðið

Á vefnum turisti.is er sögð frétt í dag að útlit sé fyrir að skuldabréfaútboði WOW air ljúki sitt hvoru megin við helgina og er þar vísað í ummæli Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air á Bloomberg fréttaveitunni.

Skúli  segist þar vera nálægt því að ná inn að lágmarki 50 milljónum dollara í útboðinu. Það jafngildir um 5,5 milljörðum íslenskra króna en upphaflega stóð til að safna 6 til 12 milljörðum króna samkvæmt því sem kom fram upphaflegri kynningu verðbréfafyrirtækisins Pareto á útboðinu – segir í frétt turista sem sjá má hér.