„vorum lítið fjölskyldufyrirtæki“

Þátturinn Markaðstorgið hefur göngu sína í kvöld kl.20.30 í umsjón Péturs Einarssonar.

Styrmi Þór Bragason markaðsstjóri og einn eigandi Arctic Adventures mætir í upphafi þáttar. Arctic Adventures er elsta og stærsta ævintýraferðaþjónustufyrirtæki landisins með 7 milljarða króna áætlaða veltu á þessu ári.

 

En hvernig má ráða við þennan vöxt ferðaþjónustunnar og hver á að borga fyrir fjárfestingar í innviðum? Hvað gerist ef það verður samdráttur? Pétur ræðir þetta einnig við Styrmi Þór og einnig hver áhrifin eru á markaðinn og krónuna og að lokum almenning? Styrmir Þór var bankastjóri MP Banka og ræðir Pétur við hann söluna í Arion i banka og spyr: Hvað ættum við að gera með bankana?