Vonsvikinn þingmaður

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist í grein í Mogganum í dag vonsvikinn með vaxandi skattbyrði frá árinu 2009. Ríflega helminginn af þeim tíma sem síðan er liðinn hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið hryggjarstykki ríkisstjórnar og lengst af með fjármálaráðuneytið. Sjálfur hefur hann verið þingmaður í stjórnarflokki af og á frá 2010. Það er von að honum finnist hann svikinn.

 

Nú situr ríkisstjórn í skjóli Óla Björns sem lofað hefur öllu fyrir alla. Margt bendir til þess að Óli Björn muni halda áfram að vera vonsvikinn.