Vogunarsjóðir ráða enn yfir arion banka

 

Arion banki birti í gærkvöldi lista yfir þá hluthafa sem eiga yfir eins prósents hlut í bankanum í kjölfar útboðsins.

Kaupskil sem er að mestu í eigu vogunarsjóða á eftir hlutafjárútboðið tæplega 33 prósenta hlut í Arion banka. Vogunarsjóðirnir Taconic Capital og Attestor Capital fara með 10 og 9,2 prósenta hlut hvor í bankanum og vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital fer með 6,6 prósenta hlut í bankanum. Alþjóðlegi fjárfestingastórbankinn Goldman Sachs er með 3,4 prósent hlut í Arion banka. Þá fer sænski bankinn SEB með 29,2 prósenta hlut í Arion banka en þar á meðal er um 15,4 prósenta hlutur í eigu Kaupskila. Arion banki á sjálfur ríflega 9,5 prósent af hlutafé bankans.

Það er því ljóst að vogunarsjóðirnir ráða enn beint og óbeint yfir Arion banka.