Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn! „Reikna með að gefa sérstaklega stór páskaegg“

Vinningshafinn í Víkingalottóinu fundinn! „Reikna með að gefa sérstaklega stór páskaegg“

Nokkur leit hafði verið gerð að vinningshafanum í Víkingalottóinu frá því á miðvikudaginn. Vinningurinn var ekki af verri endanum, 1,3 milljarðar króna. Tölurnar sem gáfu þessa risa upphæð voru 9, 11, 26, 30, 32, 37 og var víkingatalan 6.

Sá háttur er hafður á í Noregi að hringja í vinningshafann og fyrstu dagana eftir dráttinn svaraði sá heppni ekki. Það náðist svo loks símaband við viðkomandi í gærkvöldi. Taldi vinningshafinn að símasölumaður væri að herja á hann þegar hann sá símanúmerið 625-60000 og sleppti því að svara. Að lokum fletti vinningshafinn upp númerinu og sá þá að það tilheyrði Norsk Tipping.

Norðmaðurinn hefur óskað nafnleyndar. Þegar hann var spurður hvað hann myndi nú gera við peningana, svaraði hann:

„Ég reikna með að gefa sérstaklega stór páskaegg þetta árið.“

 

Nýjast