Villta vestrið og dularfulla austrið

Vala Óla skúlptúrlistamaður segir frá í þættinum Ferðalagið frá veru sinni og listsköpun í Arizona en þar hefur hún verið búsett undanfarin 16 ár og víða eru risastórar bronsstyttur eftir hana þar ytra.

Linda ræðir við Reyni Harðarson sem verður leiðsögumaður í páskaferð til Egyptalands og verður hápunktur ferðarinnar píramídarnir í Giza.

Reynir er forfallinn áhugamaður um leyndardóma og ráðgátur fornaldar, sér í lagi Píramídans mikla og hefur hann ferðast reglulega um Egyptaland síðustu tvo áratugi.

Ferðalagið er í umsjón Sigmundar Ernis og Lindu Blöndal er á dagskrá frá 20 til 20.30 og svo endursýnt.