Vill ekki sjá viðreisn

Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, er gestur Þjóbrautar í kvöld. Þar ræðir hann stöðuna eggjamálið og stöðu ráðuneytisins sem og Matvælastofnunnar.

Einnig er rætt um stöðuna í stjórnmálunum og þá staðreynd að Framsókn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í formlegum viðræðum um myndun næstu ríkisstjórnar. Kunnugt er af fréttum að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bauð frænda sínum Benedikt Jóhannessyni og flokki hans Viðreisn að ganga til liðs við núverandi stjórnarflokka; Sjálfstæðisfokk og Framsóknarflokk. Benedikt afþakkaði.

Gunnar Bragi segist ekki vita hvað þeim frændum fór á milli en sagðist ekki kæra sig um að vinna með Viðreisn og allra síst formanni þess flokks. Ráðherrann sagði Viðreisn og einkum Benedikt vera hættulegan samfélaginu. Hugmyndir hans og flokksins um sjávarútveg, landbúnað og Evrópusambandi sagði Gunnar Bragi vera hættulegar.

Gunnar Bragi sér ekki möguleika til að Framsókn og Viðreisn geti starfað saman í ríkisstjórn.

Viðtalið við Gunnar Braga er á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld.

 -sme