Vill ekki sjá alþingistakta í ráðhúsinu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er ómyrkur í máli gagnvart fulltrúum minnihlutans í borgarstjórn hvað upphlaup nýrra borgarfulltrúa varðar - og hann segir það taka út yfir allan þjófabálk að þeir geri grín að störfum almennra starfsmanna borgarinnar; einhverja alþingistakta megi ekki færa yfir í sali borgarinnar.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Lindu Blöndal og Sigmundar Ernis við Dag í fréttaþættinum 21 í kvöld þar sem rætt er um andrúmsloftið i borgarstjórn, fjármál borgarinnar og þjónustu, samgöngumálin og þá vondu hugmynd að mati Dags að hafa ókeypis í Strætó. Og loks er talað um heilsufar hans af hisupursleysi, en þar dregur Dagur ekkert undan í lýsingu á því hvað ami að honum líkamlega og hvaða viðbrögð hann hafi fengið við veikindum sínum. 

Viðtalið við dag er í byrjun fréttaþáttarins sem hefst klukkan 21:00 í kvöld.