Vilhjálmur Bjarnason ráðinn til Seðlabankans

Frétt á Eyjunni:

Vilhjálmur Bjarnason ráðinn til Seðlabankans

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið tímabundið ráðinn starfsmaður Seðlabankans.

Vilhjálmur staðfesti þetta í samtali við Eyjuna í morgun, en vildi þó ekkert láta uppi um hvers eðlis starfið væri, heldur benti á starfsmannastjórann.
Starfsmannastjórinn benti síðan á upplýsingafulltrúann og upplýsingafulltrúinn sagðist síðan þurfa að ráðfæra sig við starfsmannastjórann áður en hægt væri að tjá sig um málið. 
 
Seðlabankinn svarar þessu um í hverju starf Vilhjálms felst:
 

„Vilhjálmur Bjarnason er ráðinn tímabundið í eitt ár í sérstök verkefni sem m.a. tengjast fullveldisafmæli Íslands. Hann er með titilinn verkefnastjóri. Verkefni hans felast í því að stýra gerð og birtingu annáls efnahags- og peningamála frá árinu 1918,  sem tveir sérfræðingar vinna nú að fyrir bankann, og gerð og birtingu haggagna fyrir sama tímabil. Stefnt er að því að þessi gögn birtist á heimasíðu bankans fyrir lok ársins. Honum er einnig falið að vera verkefnastjóri við gerð og birtingu ritgerðasafns um hagþróun og hagstjórn á fullveldistímanum sem stefnt er að komi út á næsta ári. Þá er áformað að bankinn birti bækling um sparnað á næsta ári sem Vilhjálmur mun vinna að. Staðan var ekki auglýst enda hefur það ekki tíðkast varðandi tímabundnar ráðningar í bankanum.“

 

 

 

Nýjast