Vígið í garðabæ heldur

Höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins heldur í Garðabæ og hreinum meirihluta. Flokkurinn fær 8 átta menn eftir kosningarnar í gær og bætir við sig einum fulltrúa og bætir fylgið um rúm 3 prósentustig. Garðabæjarlistinn sem bauð fram í fyrsta sinn fær 3 fulltrúa og 28 prósent atkvæða.

Fjórir flokkar buðu fram en hvorki Framsókn né Miðflokkur náðu kjöri. Framsókn tapaði tæpum 4 prósentum af fylgi.

 Í ellefu manna bæjarstjórn verða þessi:

Sjálfstæðisflokkur:

Áslaug Hulda Jónsdóttir, Sigríður Hulda Jónsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir, Almar Guðmundsson, Björg Fenger og Gunnar Einarsson

Garðabæjarlistinn:

Sara Dögg Svanhildardóttir, Ingvar Arnarson og Harpa Þorsteinsdóttir.