Viðskiptavikan á mánudagskvöldum

Viðskiptavikan, ný þáttur um viðskipti og efnahagsmál fer í loftið í kvöld. Í þættinum verður fjallað um áhrif lækkunar bréfa Icelandair á lífeyrissjóðina, mikla lækkun á verðmati greiningaraðila og hvernig hinn almenni fjárfestir lítur á stöðuna. Einnig verður fjalla um mikilvægi þess að viðhalda íslenskunni nú þegar tækin eru farin að tala en þau skilja bara og tala ensku. 

 Viðskiptavikan verður á dagskrá á hverju mánudagskvöldi kl.21:30 á Hringbraut og er í umsjón Daggar Hjaltalín. Samstarfsaðilar þáttarins eru Kauphöllin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Íslandsbanki.