Viðskiptastríð stórveldanna hafið

Nýir vernd­ar­tollar Banda­ríkj­anna á kín­verskar vörur tóku gildi í dag. Þar með má segja að við­skipta­stríð sé hafið milli stó­veld­anna tveggja. Um er að ræða refsi­tolla á ákveðnar kín­verskar vörur og Kín­verjar hafa til gagn­að­gerða með því að leggja sam­svar­andi tolla á Banda­rík­in.

Toll­arnir koma ekki á óvart en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lýsti því yfir fyrir nokkru að hann ætl­aði sér að leggja 25 pró­senta inn­flutn­ings­tolla á raf­magns- og hátækni­vörur frá Kína. Ríkin hafa verið í samn­inga­við­ræðum sem ekki hafa borið árang­ur, sem end­aði með því að vernd­ar­toll­anir tóku gildi nú á mið­nætti. Þá hefur Trump hótað enn frek­ari tollum á kín­verskar vörur til Banda­ríkj­anna.

 

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-07-06-vidskiptastrid-storveldanna-hafid/