Viðreisn vill ekki formlegar viðræður

Bjarkey Olsen Gunnarsdæottir, þingmaður Vinstri grænna, sagði í Þjóðbraut í gærkvöld, að henni virðist sem Viðreisn komi í veg fyrir að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist milli þeirra fimm flokka sem nú talast við, óformlega.

Sem kunnugt er leiðir Birgitta Jónsdóttir umræðurnar, fyrir hönd Pírata, og aðrir flokkar eru VG, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin.

Framsókn hefur ekki komið að neinum alvöru umræðum um myndun ríkisstjórnar.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði tíma til kominn að hafa Framsókn með og sagði þau vanta í samræðurnar. Bjarkey sagði nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gera Framsóknarflokkinn óspennandi kost í ríkisstjórn. Því mótmælti Silja og sagði hann hafa verið kjörinn til þings með sama lýðræðislega hætti og þær tvær. Og hún benti á að átta þingmenn skipi þingflokk Framsóknarflokksins.