Viðreisn er sigurvegari kosninganna

Viðreisn náði fínum árangri í kosningunum þar sem flokkurinn bauð fram einn eða með öðrum.

Í Reykjavík hlaut Viðreisn 8.2% atkvæða og 2 menn kjörna og var þriðja stærsta framboðið. Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getir t. d. myndað meirihluta með fráfarandi meirihlutaflokkum.

Viðreisnarfólk náði einnig kjöri í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Selfossi og Reykjanesbæ.

Þetta er góður árangur hjá flokki sem býður fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningum. Sama má segja um Miðflokkinn sem fékk einn mann kjörinn í Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á nokkrum stöðum úti á landi. Þó vonbrigði fyrir flokkinn að ná ekki inn manni í Kópavogi.

Íris Róbertsdóttir vinnur það afrek í Vestmannaeyjum að stofna framboð, fá 34% atkvæða og fella meirihlutann í Eyjum.

Árangur Sönnu Mörtudóttur er einnig afrek en hún var kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sósíalistaflokkinn með 6.4% atkvæða.