„við erum í stríði“

„Það vinnast engir stórir baráttusigrar með kurteisi“, segir Hildur Lillendahl Viggósdóttir í samtali við Lindu Blöndal í kvöld í þættinum 21.

Hildur hefur lengi verið í forgrunni þeirra sem teljast rótækastar af Feministum hér á landi. Fyrir það hefur margt gengið á í kringum Hildi og hennar helstu samstarfskonur.

Hildur telur að lítið hafi verið gert af hálfu hins opinbera  í kjölfar \"MeToo „nema skrifa alls konar minnisblöð“, sem henni finnst léttvægt. Hún telur að sett hefði mátt á fótt sérstakt embætti til að skoða allt það sem hefur komið fram í frásögnum kvenna um kynferðisofbeldi eða áreiti á vinnustöðum.

Hún tekur undir að hennar hópur sé reiður og hafi uppi gróf ummæli á lokuðum facebooksíðum en það sé ekki beint gegn neinum í raun nema feðraveldinu.

Aðspurð hvort hún og hennar konur séu í stríði svarar Hildur játandi, „Já, gegn feðraveldinu“. Um hvort að róttæk barátta geti hreinlega skemmt fyrir, segir Hildur það alltaf hafa verið talin raunin í baráttu mannréttindahópa í gegnum tíðina, að þeir séu einum of og séu að skaða málstaðinn. 

“Við Sóley (Tómasdóttir) bjuggum ekkert til róttækan Feminisma. Hann hefur lengi verið til\".

Hún segir að hún sé að fórna sér í að vera í forystu baráttunnar og þeim róttækasta í jafnréttisbaráttunni, margt mæði á þeim konum sem taki það að sér og það hefur aldrei verið nema eftirá í mannkynssögunni verið þakkarvert nema seinna þegar tíminn líður. Hún sé þó ekki fórnarlamb og taki fús á sig skellinn þegar gengið er fram af hörku og engar málamiðlanir gerðar.

Róttækir feministar bregðast hart við þegar rætt er um fyrirgefninguna, að  fórnarlömb kynferðisofbeldi skuli fyrirgefa geranda sínum.

„Í engum öðrum ofbeldismálum er eins þrýstingur á þolendur að fyrirgefa“, segir Hildur meðal annars.